genginn fyrir björg

Hvað hefur eiginlega komið fyrir blessaðan viðskiptaráðherrann.  Nú er hann farinn að tala máli bankanna, lögbrjótanna,  og á móti fólkinu í landinu.  Var þetta ekki maðurinn sem talaði á Austurvelli á sínum tíma þegar búsáhaldabyltinginn stóð sem hæst??   Það er eins og allir klikkist við það að fá völd í hendur,

 


mbl.is Gylfi gefur skýrslu vegna dómsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

lélegt er það

Ótrúlega lélegur karakter þessi náungi.

Búinn að vera með einhverja lygavellu og reyna að bera það af sér og sjóðnum að hann sé notaður sem handrukkari fyrir Icesave.

Rekum  fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úr landi, bönnum íslenska flotanum að landa fiski í Bretlandi og sýnum dálítið sjálfstæði og festu


mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik

Ég man mjög vel eftir því að fólk hafði mikla áhyggjur þegar verðtryggingin var tekin upp, en stjórnmálamenn fullyrtu að ótti væri ástæðulaus þar sem launin voru líka verðtryggð.  Ef lán hækka þá hækka launin sögðu þeir.  Síðan tóku þeir bara launavisitöluna úr sambandi og fólkinu í landinu bæðir, en peningapúkarnir græða.
mbl.is Ræða minnkað vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjar eru yfirleitt hið besta fólk

Það er afar ósanngjarnt að setja alla Pólverja undir sama hatt í þessum efnum.  Við hliðina á mér býr Pólsk fjölskylda og ég verð bara að segja, það þetta eru bestu nágrannar sem ég hef haft frá því ég flutti í þetta fjölbýlishús.  Látum því af öllum fordómum
mbl.is Brotamenn frávikshópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ruddaskapur

það er með  ólíkindum hvað hinir snyrtilegustu menn geta verið miklir ruddar.  Að segja fólki upp starfi sínu á síðum dagblaða eða á netmiðlun er alveg síðast sort.

Svei þér ruddi


mbl.is 32 flugmönnum verður sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvarf hún???

Það er nú varala hægt að segja að hún hafi horfið ef hún var allan tímann inní íbúðinni sinni

Svona er Kaninn 


mbl.is Fannst látin eftir sjö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað með núverandi áskrifendur??

en hvað með okkur sem erum áskrifendur og búnir að vera í mörg mörg ár,  eigum við þá ekki rétt á afslætti af áskriftarverðinu.  já og væri ekki líka pínu smart hjá Mogga að senda okkur líka þessa gjöf sem fylgir áskriftartilboði til nýrra áskrifenda. ??? 


mbl.is Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnalistann á borðið núna!!!!

Þetta virðist ætla að verða sagan endalausa.  Hvað ætli lífeyrisréttindin mín og þín skerðist mikið, svo sitja allir þessir sömu menn við kjötkatlana og halda áfram að skara eld að sinni köku.  Sjáiði t.d. þessa gæja sem hafa verið í forsvari fyrir greiningardeildir bankanna.  þeir halda áfram að ljúga og reyna að telja fólki trú um að allt sé í lagi og enginn tapi neinu þrátt fyrir allt aðrar staðreyndir.

Hvaða fólk er þetta sem er að fá niðurfelldar skuldir sínar í bönkunum  Nafnalistann á borðið núna.  Halda mennn að það þurfi enginn að borga þetta, jú það verðum sko ég og þú lesandi góður.


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ragnar S Magnússon

Höfundur

Ragnar S Magnússon
Ragnar S Magnússon
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband